Tréstigar af öllum gerðum
Stígandi smíðar tréstiga af öllum stærðum og gerðum með því að samnýta fullkomnar tölvustýrðar vélar og dýrmæta reynslu iðnmeistara okkar af gömlu handbragði. Við teiknum stigann þinn upp í þrívídd og látum tölvustýrðar vélar sjá um að fræsa kjálkana, þrepin, handlistann og annað sem þarf til að stiginn þinn verði eins og þú vildir hafa hann.
Hraðhús
Við hönnun Hraðhúsanna höfum við kappkostað að gera þau meðfærileg og þægileg í flutningi og uppsetningu. Bílkrani nægir til hífinga og því ekki þörf að fá stóran krana sérstaklega í verkið með tilheyrandi kostnaði. Undirstöður eru jafnframt hannaðar þannig að þær koma á grófjafnaðan malarpúða og eru mjög fljótlegar í uppsetningu. Hraðhúsin eru tilvalin í ferðaþjónustuna
Hraðhús 55 er byggt úr tveimur einingum sem smíðaðar eru hjá okkur og fluttar á byggingarstað ásamt forsteyptum undirstöðum. Auðvelt er að bæta þriðju einigunni við hvenær sem er og stækka húsið þar með í 82 fermetra. Kaupandi hefur að sjálfsögðu val um efni í klæðningar, liti, gólfefni o.fl. Húsið er hægt að fá afgreitt á ýmsum byggingarstigum.
Innréttingar af öllu tagi
Innréttingar af öllu tagi eru framleiddar á tæknivæddu verkstæði Stíganda. Þrautreyndir starfsmenn eru viðskiptavinum til ráðgjafar varðandi efnisval og útfærslur. Möguleikarnir eru endalausir – hafið samband og við leitum að réttu lausninni fyrir þig og gerum þér hagstætt tilboð. Staðsetning skitpir engu máli, við þjónustum viðskiptavini hvar sem er á landinu. Kíktu á myndirnar hér á síðunni en hafðu hugfast að þínar eigin hugmyndir geta ráðið ferðinni.
Búnaður í innréttingar o.fl.
Við bjóðum alls kyns búnað í skúffur og skápa. Í vörulistanum hér að neðan getur þú skoðað það helsta en hafðu endilega samband ef þú finnur ekki einmitt það sem þú leitar
Frístunda- og ferðaþjónustuhús
Stígandi framleiðir sumarhús og smáhýsi til flutnings hvert á land sem er. Við leggjum áherslu á gæði og fagleg vinnubrögð í hvívetna og aðlögum teikningar og efnisval að væntingum viðskiptavinarins. Húsin er afgreidd á byggingarstigi að vali kaupanda en við getum annast alla þætti byggingarinnar þ.m.t. teikningar, byggingarstjórn, leyfisumsóknir, flutning og hvaðeina annað sem kann að þurfa. Hafið samband, viðrið hugmyndir ykkar og við finnum þá lausn sem er hentug og hagkvæm.
Líkkistur, hvítar og viðarlitar
Stígandi framleiðir vandaðar líkkistur, bæði hvítar og spónlagðar með viðartegund að vali kaupanda. Spónlögðu kisturnar hafa hlýlegt útlit gegnheillar viðarkistu en eru á mun hagkvæmara verði. Kisturnar eru afgreiddar fullbúnar, fóðraðar og með kodda, sæng og blæju. Líkklæði er einnig hægt að kaupa með sé þess óskað. Kisturnar sendum við daginn eftir pöntun hvert á land sem er. Smellið á myndirnar hér að neðan til að sjá stærri mynd.