Skip to main content

Stofnað 1. maí 1947

Stígandi ehf. var stofnaður 1. maí 1947 og er fyrirtækið því í hópi elstu byggingarfyrirtækja á Íslandi. Um 20 manns skipa að jafnaði samheldinn hóp sem hefur fagmennsku og vönduð vinnubrögð að leiðarljósi.

Flestir í hópnum eru fagmenntaðir smiðir og/eða hafa mjög mikla reynslu í starfi. Þekking þeirra og útsjónarsemi ásamt vönduðum tækjabúnaði gerir félaginu kleift að leysa flókin verkefni af ýmsu tagi.

Fyrirtækið hefur um árabil notið góðs af mjög góðu samstarfi við marga af færustu arkitektum landsins

Hnökralaus samskipti hönnuða og framkvædaraðila eru lykillinn að vel hepnuðu verkefni ásamt faglegum vinnubrögðum. Ánægður viðskiptavinur á að vera sameiginlegt keppikefli þessara aðila.

Stígandi tekur að sér hvað eina sem við kemur mannvirkjagerð

Höfum yfir að ráða sérútbúnu verkstæði til smíði innréttinga og innihurða. Endilega kynnið ykkur þær vörur og þjónustu sem í boði er hér á heimasíðunni. Ef það sem þú leitar að er ekki til staðar á síðunni skaltu endilega slá á þráðinn eða senda tölvupóst og við förum yfir málin með þér.